36. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. mars 2014 kl. 15:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 15:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 15:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 15:11
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 15:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:00

Sigrún Magnúsdóttir boðaði forföll vegna veikinda og Birgitta Jónsdóttir vegna annarra þingstarfa. Karl Garðarsson boðaði einnig forföll.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 35. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla um rekstur og fjárhagsstöðu Ábyrgðasjóðs launa Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar komu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir frá velferðarráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir og Hilmars Þórisson frá Ríkisendurskoðun. Kynntu fulltrúar Ríkisendurskoðunar yfir efni skýrslunnar og ábendingar sínar. Fulltrúar velferðarráðuneytisins fóru yfir bréf ráðuneytisins sem sent var að beiðni nefndarinnar. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

3) Rekstrarstaða og reiknilíkan framhaldsskóla Kl. 15:45
Formaður lagði fram drög að bréfum til mennta- og menningarmálaráðuneytis og allsherjar- og menntamálanefndar vegna málsins sem nefndin ræddi. Samþykkt var að taka drögin til frekari umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

4) 62. mál - skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014 Kl. 15:50
Helgi Hjörvar, framsögumaður málsins, lagði fram drög að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreit. Var það samþykkt. Að nefndaráliti standa: Ögmundur Jónasson, Helgi Hjörvar, Brynjar Níelsson, Valgerður Bjarnadóttir og Willum Þór Þórsson. Brynhildur Pétursdóttir, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykk álitinu. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Birgitta Jónsdóttir, Karl Garðarsson, Pétur H. Blöndal og Sigrún Magnúsdóttir.

5) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 16:00
Formaður áréttaði að drög að nefndaráliti hefðu verið send nefndarmönnum og bauð upp á umræður um málið og drögin. Samþykkt var að fjalla ekki frekar um málið á fundinum og boða fundarfall á fyrirhuguðum fundi 6. mars til að gefa nefndarmönnum færi á að fara yfir drögin og vinna í þeim.

6) Önnur mál Kl. 16:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:09